Hilda og Vigdís hinum megin á hnettinum

Sæl og blessuð vinir og vandamenn.
Núna styttist í reisuna okkar, sem þýðir að púlsinn hjá Ollunum er aðeins farinn að hækka. Þessi grúbba er svona svo þið getið fylgst með okkur og við reynum auðvitað að vera eins duglegar og við getum að henda inn myndum og láta vita af okkur. Margar fyrirspurnir hafa komið um ferðaáætlun og ætlum við því að henda smá hérna inn.
Við byrjum á því að vera í Köben í einn sólarhring hjá Ragnheiði frænku hennar Hildu. Svo laugardaginn 28. feb er haldið “beint” til Sydney. Þar lendum við að kvöldi til 1. mars á Áströlskum tíma, sem er semsagt morgun hér á Íslandi. Við verðum í Sydney í 2 nætur á “backpackers” hosteli. Svo hefst ferðalagið 3. Mars. Við munum ferðast með “hop on/off” rútu í 4 vikur upp austurströndina. Erum búnar að finna okkur gistingu í gegnum couchsurfing á flestum stöðum. Planið er að vera í um það bil 1-5 daga á hverjum stað.
Við erum búnar að bóka þrjár skipulagðar hópferðir. Fyrsta ferðin er 17. mars og þar förum við með ferju (aðeins 10 mínútur) yfir á sandeyju sem heitir Fraser Island. Þar gistum við í tvær nætur, tjöldum og gerum allskonar skemmtilegt.
Næsta ferð er síðan 23. mars og byrjar í Airlie Beach. hún er líka tvær nætur en verðum á Boomerang bát og erum aðallega að fara snorkla.
Svo síðasta ferðin, 29. mars hún er í Cairns, aðeins einn dagur og engin gisting. Þar erum við að fara kafa í kóralrifunum.
Ástralíu flakkið endar þarna, í Cairns. Þar erum við með bókað annað “backpackers” hostel í þrjár nætur.
Kannski skemmtilegt að nefna nokkra hluti, fyrir utan ferðirnar, sem við höfum hugsað okkur að gera á leiðinni upp ströndina. Þar á meðal, sjá Sydney Harbor Bridge, óperu húsið, mismunandi strendur. Heimsækja Kóala bjarna spítala, synda með höfrungum, fara í Tivoli, brimbretta “kennslu”, fallhlífastökk, fara í regnskóg og mögulega hellaskoðun.
31. mars eigum við flug til Singapore og bókað hostel í 3 þrjár nætur. Í Singapore höfum við hugsað okkur að skoða t.d. Chinatown, Universal Studios og sofa svolítið ástralíu þreytuna úr okkur hehe.
Aðfaranótt 4. Apríl förum við svo til Sri Lanka. Lendum um nóttina og byrjum á því að gista á hosteli í 2 nætur. Svo erum að við að fara í 5 daga hópferð, ferðast aðeins inn í landið og skoða menninguna og náttúruna. Endum síðan á hóteli í 2 nætur(tek fram HÓTEL, ekki hostel). Þarna leyfðum við okkur smá lúxus útaf það er allt svo ódýrt.
Svo heldur leiðinni aftur til Köben þar sem við gistum saman í tvær nætur hjá vinkonu okkar. Vigdís fer þá í heimsókn til Noregs og Hilda verður áfram eina nótt hjá Ragnheiði frænku.
TAKK FYRIR OKKUR