Velkomin(n) á sölusíðuna Skagaskvísur.
Hér er hægt að selja allt mögulegt og gera góð kaup.
Síðan gengur út á að nota safnmöppur svo að fólk eigi auðvelt með að finna þær vörur sem þeir leita að. Þess vegna verðum við að biðja ykkur um að fara eftir nokkrum einföldum reglum til að hægt sé að viðhalda skipulaginu.
1. Seljandi setur myndirnar sínar inn í viðeigandi safnmöppu og merkir inní albúminu hverja mynd fyrir sig verð og stærð (ef við á). Þetta er gert með því að fara inn í „myndir“, smella svo á þá safnmöppu sem á við og þegar þangað er komið þá er valið „Bæta við myndum“ sem sést efst til hægri á síðunni.
Þá er mjög auðvelt fyrir áhugasama að fletta albúminu. Þetta er gert með því að ýta á hnapp undir myndinni sem stendur edit (breyta) og þar með setja inn texta, og ekki gleyma að klikka svo á save (vista)
2. Ekki búa til ný sölualbúm, stjórnendum síðunnar er heimilt að eyða þeim og benda viðkomandi á reglur hópsins. Þetta er gert svo auðvelt sé að finna sölumöppurnar og til að viðhalda skipulagi síðunnar.
3. Ef varan þín selst, eyddu þá myndinni af henni strax.
Þetta er mjög einfalt. Eina reglan er í raun að nota sölualbúmin sem eru til staðar og eyða myndum af því sem selt er :)
Þeir sem kunna ekki að setja inn myndir geta leitað sér aðstoðar við að gera það.